frábært

Takk kærlega

ÞÚ HEFUR ÁKVEÐIÐ AÐ GEFA FRÁBÆRA UPPLIFUN Þú hefur nú greitt fyrir gjafakort í Zipline ævintýri í Vík í Mýdal. Hafðu samband við okkur á tölvupósti, sendu okkur kvittun fyrir greiðslunni og nöfn þeirra sem eiga að fara á gjafabréfið og við sendum þér það um hæl. Hlökkum til að sjá ykkur, Zipline teymið á Íslandi.

Hringdu

Sendu okkur línu

Opnunartímar

Sumar: 8 – 16 Vetur: 10 – 16

Kíktu til okkar

Suðurvíkurvegur 5, 870 Vík í Mýrdal

F.A.Q.

Spurningar og svör

Við fáum oft spurningar varðandi zipplínurnar okkar og oftast er fólk forvitið um hvernig klæðnaður er bestur fyrir ferðina. Best er að vera klæddur eftir veðri og muna að veðurfarið á Íslandi getur breyst á örskotsstundu og verið mismunandi á milli landshluta. Vatnsheldir gönguskór er frábært val eða skór með grófum sóla. Ef þú finnur ekki svar við spurningunum hér, sendu okkur þá endilega tölvupóst og við svörum um hæl.
Barnið mitt er næstum 8 ára, má það koma með?
Ef barnið hefur náð þyngdartakmörkunum, 30 kg. þá er það velkomið með í ferð.
Ég er með slæm hné, get ég komið með?
Gengið er á mjög ójöfnu landslagi, bæði upp og niður til að komast að zipplínunum. Ef þú treystir þér í þannig labb þá er engin fyrirstaða fyrir þig að taka þátt í ferð.
Þarf ég húfu?
Þú færð hjálm og það er frekar þægilegt að hafa létta húfu eða buff undir honum en alls ekki nausynlegt. Við mælum þó með húfu (með engum dúsk) að vetri til.
Þarf ég hanska?
Þú þarft aldrei að snerta zipplínurnar sjálfar svo hanskar eru ekki nauðsynlegir en á Íslandi er oft kalt í veðri svo oft er gott að hafa vettlinga meðferðis, þó ekki sé nema í vasanum.

Hafðu samband