Covid-19
Svona gerum við til að sveigja okkur í takt við sóttvarnarreglur stjórnvalda á meðan faraldurinn gengur yfir.
Allar okkar ferðir fara fram utandyra og ekki eru fleiri en 20 manns i hverri ferð (10 manns frá 31. okt – 17. nóv 2020). Við biðjum svo viðskiptavini okkar að virða 2ja mvetra nándarregluna í ferðum og aðrar persónulegar sóttvarnir og minnum á að við erum öll almannavarnir.
Fyrir nánari upplýsingar um breyttar reglur bendum við ferðaþjóstuaðilum á covid.is og vef stjórnarráðsins.
Sóttvarnir
Svona gerum við
Fjöldatakmarkanir
Við erum með hámark 12 manns í ferðirnar okkar og svo bætast 3 leiðsögumenn við. Við förum aldrei yfir 20 manns. Við lækkum þetta hámark í 10 manns frá 31. okt – 17. nóv 2020.
Sóttvarnir
Við mælum með að þvo hendur og spritta bæði fyrir og eftir ferð. Aðgangur að salerni og handspritt er á staðnum.
Grímur
Það þarf ekki að bera grímur í ferðum hjá okkur en er að sjálfsögðu val fyrir þá sem vilja. Gestir sem það kjósa koma með sínar eigin grímur.
Bílar
Við ökum fyrsta spölinn að línunum (ca. 3-5mín.), við bjóðum einnig uppá að fara á eigin bílum fyrir þá sem vilja.
Fjarlægð
Það er auðvelt að halda viðeigandi fjarlægð í ferðum hjá okkur en gestirnir okkar verða að hjálpa við það.