#zippose22
Besta zipline pósan 2022
Fleiri myndir – meiri séns á vinningi!
Vinningshafi er dregin út 5. ágúst og fær að launum sannkallaðan ævintýradag í Vík; Zipline ferð fyrir alla fjölskylduna,* svifvængjaflug með True Adventure fyrir þá sem þora og pizzahlaðborð á Black Crust Pizzeria.
Ef vinningshafi er undir 16 ára aldri ber forsjáraðila að taka við vinningnum fyrir hans/hennar hönd.
Þátttakendum er skylt að kynna sér leikreglur og skilmála leiksins áður en þeir taka þátt.
Vinningshafi verða valinn 5. ágúst 2022. Í vinning er:
- Zipline ferð fyrir alla fjöldskylduna.*
- Tandem svifvængjaflug fyir þá fjölskyldumeðlimi sem þora með True Adventure
- Pizzahlaðborð á Black Crust Pizzeria
Vinningshafa verður tilkynnt um vinninginn sama dag og dregið er á Facebook og Instagram síðu Zipline Iceland. Auk þess verða send skilaboð á mynd vinningshafa.
Vinningshafi skal vitja vinningsins innan þriggja vikna frá því að tilkynning berst vinningshafa um vinning. Verði vinnings ekki vitjað innan þess tímaramma verður honum ráðstafað til góðgerðamála. Vinninginn er hægt að nálgast í tölvupósti hjá zipline@zipline.is
Nöfn og netföng þátttakenda verða hvorki seld til þriðja aðila né notuð í markaðslegum tilgangi. Framkvæmd leiksins er í höndum Zipline Iceland. Starfsmönnum þeirra er óheimilt að taka þátt í leiknum.
*Fjölskylda eru foreldrar og börn þeirra sem búa á sama lögheimili.
Vinningarnir
Pizzahlaðborð
Nýjasta viðbótin í veitingaflóru Víkur er þessi dásemdar veitingastaður. Gæða pizzur, svartar í stíl við svörtu sanda svæðisins. Súrdeigs eða glútein fríir botnar með ljúffengum ostum, sósu og öðru dásamlegu gúmmelaði.
Tandem svifvængjaflug
Okkar ævintýri
Zipplínurnar okkar í Vík þarf vart að kynna. Frábært ævintýri fyrir alla fjölskylduna, vinahópinn, pörin einstaklinginn eða sóló ferðalanginn.