Zipline Akureyri
Fimm zipplínur sem krossa ólgandi á og snarbratta klettaveggi. -Eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara!
Leiðsögumennirir okkar leiða þið örugglega í gegnum þetta ævintýralega gljúfur í gönguferð sem samanstendur af zippi, smá labbi og skemmtilegum sögustundum.
Verð: Fullorðnir ISK 11.900kr. / Börn (8-12 years) ISK 7.900kr.
Akureyri
Þessi ferð er á Akureyri, í hjarta bæjarins og stýrt af góðum vinum okkar hjá Zipline Akureyri.
Smelltu á Google kortið ef þú vilt ekki villast á leiðinni til okkar.
zipplínu ævintýri
Upplifunin
Framboð
Daglegar brottfarir yfir sumarmánuðina (júní, júlí og ágúst).
Lengd
Upplifunin tekur 1,5 – 2 klst. í heild. Heildartíminn er háður stærð hópsins og ásigkomulagi, veður gæti einnig haft áhrif.
Innifalið
Allur öryggisbúnaður er innifalinn, leiðsögn og ferðir á fimm zipplínum.
Þetta þarftu
Vatnshelda gönguskó með grófum sóla og hlý, vindheld föt. Þumalputtareglan er að klæða sig eftir veðri. Stundum er gott að hafa húfu og vettlinga en oft ekki nauðsynlegt. Sítt hár skal flétta eða setja í lágan snúð.
Hittumst hér
Glerárgil við Hlíðarbraut, Akureyri. Vinsamlegast mættu tímanlega fyrir brottför.
Veður
Stundum er nauðsynlegt að breyta annaðhvort brottfarartíma eða ferðinni sjálfri vegna veðurs. Stundum er nauðsynlegt að breyta annaðhvort brottfarartíma eða ferðinni sjálfri vegna veðurs. Vinsamlegast ath. tölvupóstinn þinn áður en þú mætir í ferðina þína og skildu eftir símanúmer svo við getum haft samband ef þurfa þykir vegna breytinga á ferðaáætluninni.
Verið velkomin í höfuðstöðvar Zipline Akureyri headquarters (sjá kort) þar sem við klæðum okkur upp í öryggisbúnað.
Smá göngutúr að fyrstu línu, ca. 2-3 mínútur. Einn leiðsögumaður fer yfir fyrst og síðan zippar einn af öðrum yfir. Hinn leiðsögumaðurinn aðstoðar ykkur við að festa ykkur á línuna.
Á meðan við göngum á milli línanna munu leiðsögumennirnir skemmta ykkur með sögum af svæðinu, allt satt auðvitað, eða ekki. 😉
Þegar við höfum lokið við að zippa yfir fimmtu og síðustu línuna, skottumst við til baka eftir skógargögnustígunum, ca. 5-10 mín.
Hér er hægt að slaka á í dásemdar veðri noðurlands, skiptast á myndum og upplifun úr ferðinni og mögulega smá nestispása ef þú mundir eftir að pakka nesti.
Góðir vinir okkar norðan heiða, Zipline Akureyri stýra þessari ferð.
ÓSKIR & UNDIRBÚNINGUR
Aldur
Allir verða að vera orðnir 8 ára og forráðamaður þarf að fylgja börnum undir 18 ára aldri.
Þyngd
Þyngdin verður að vera á milli 30 og 120kg. Verið heiðarleg, hér er þyngdin öryggisatriði.
FÆTUR
Best er að vera í vatnsheldum gönguskóm með grófum sóla. Brautin okkar er oft blaut og sleip.
ÚTHALD
Gott er að geta labbað ca. 3 km. á ójöfnu landslagi, upp- og niður í mót á íslenskum móa.
FÆTUR
Best er að vera í vatnsheldum gönguskóm með grófum sóla. Brautin okkar er oft blaut og sleip.
BARNSHAFANDI
Það er ekki óhætt að zippa ef þú ert þunguð Sjáumst þegar þú ert orðin mamma. 🙂
STUNDVÍSI
Mæting er 15 mín. fyrir brottför. Sýnum tillitsemi og tefjum ekki fyrir öðrum. Við skreppum út fyrir þægindarammann þinn og skemmtum okkur!
KLÆÐNAÐUR
Klæðumst eftir veðri, hlý, regn- og vindheld föt eru oft góður kostur á Íslandi.
HÁRFLÓKAR
Sítt hár skal flétta eða segja í lágan snúð svo hjálmurinn passi á höfuðið og hárið flækist ekki í búnaðinum.
SKIN OG SKÚRIR
Við zippum í flestum veðrum. Ef við verðum að afbóka ferð vegna veðurs reynum við að færa ferðina ykkar eða endurgreiðum ef það er ekki hægt.
Spurningar?
Zipplínu ævintýri
Bóka hér
*Börn verða vera í fylgd fullorðinna í ferðinni.
ISK 11.900
Börn: ISK 7.900
Gönguskór
Mundu eftir gönguskónum! Íslenskur jarðvegur er oftast blautur og mjúkur. Við göngum eftir kindastígum í landslaginu og mjóum göngustígum, stundum rennur smá lækur yfir gönguleiðina okkar og eftir rigningar og um vetur er leiðin oft blaut og hál. Gönguskór hjálpa til við að halda fótum þurrum og á stígunum.