Um okkur
Klukkutími eða tveir með okkar frábæra teymi ætti enginn að láta framhjá sér fara. Markmið okkar er að hafa gaman með öllum okkar gestum og bíðum spennt eftir komu þeirra.
Sagan
Við erum fjörkálfar
Teymið okkar samanstendur at ævintýrasæknum flökkukindum. Þó þetta séru fyrstu zipplínurnar á Íslandi er reynsla teymisins langt frá því að vera ný. Við höfum, meðal annars, komið nálægt svifvængjaflugi, köfun, ísklifri, brimbrettareið og kajaksiglingum. Við náðum loks að sameina ást okkar á núttúrunni og ævintýrum í þessari mögnuðu upplifun sem zipline er og deilum glöð þessari upplifun með hverjum sem til okkar vill koma.
Öryggið, ásamt gleði er alltaf í fararbroddi hjá okkur, í öllum okkar ferðum og það án þess að marka of stórt skref í náttúruna sem við könnum til hlýtar, þar sem við stígum niður fæti.
Við erum staðsett í Vík og er öllum velkomið að kíkja við, grípa harness og deila þessari skemmtilegu upplifun með okkur. Við mælum þó með að bóka með allavega dags fyrirvara.
SVONA BYRJAÐI ÞETTA
Hvort sem þið trúið því eða ekki þá hittumst við öll í gegnum áhuga okkar á svifvængjaflugi. Eftir nokkrar ferðir að elta hitauppstreymi um landið ákváðum við að sameina krafta okkar.
Zipline Iceland
Zipplínu hugmyndin fæddist á votum regndegi, þar sem við gátum ekki flogið og höfðum ekkert að gera. Það kviknaði þörf til að vera úti að leika, gera eitthvað skemmtilegt og upplifa ævintýri.
FRAMTÍÐIN
Við erum enn með nokkrar hugmyndir í handraðanum, sumar eiga vonandi eftir að líta dagsins ljós, aðrar fá að liggja áfram vel faldar í hugarfylgsnum okkar.
Sammi
Leiðsögn
Sammi er ævintýrasækinn flökkukind. Ást hans á svifvængjaflugi og ferðalögum dró hann að lokum til Víkur fyrir u.þ.b. áratug og á sumrin unir hann sér hvergi betur. Íslenskir vetur eru þó í engu sérstöku uppáhaldi hjá honum, líklega af því að hann á ættir að rekja aðeins sunnar í heiminum, svo hann hefur eytt síðustu vetrum að fljúga tandem kennsluflug í Höfðaborg, Suður-Afríku. Ef þú sérð hann ekki í einhversskonar öryggisbelti þá finnurðu hann líklega einhverstaðar með kaldan drykk í hönd…. eða hamborgara!
Jarek
Leiðsögn
Ævintýraleiðsögumaðurinn Jarek hefur verið búsettur á Íslandi í lengi og hefur eytt þeim tíma í að kanna stórbrotið landslag Suðurlandsins, uppgötva falda perlur og sökkva sér í menninguna. Hann hefur mikla reynslu í hinum ýmsu ævintýrum og hvatning og gleði til gesta okkar virðist honum í blóð borin.
Jarek er mjög fróður um hefðir og þjóðsögur Íslendinga, hann hefur brennandi áhuga á að fræðast og uppgvötva allt í nærumhverfi sínu og setur setur upplifun gesta sinna í forgang og fer frammúr vonum okkar að tryggja að þeir fái ógleymanlegu upplifun.
Þegar Jarek hangir ekki neðan úr einni zipplínunni okkar, finnur þú hann yfirleitt á vakt í einhverrju öðru fyrirtæki á svæðinu, lappa uppá laskaða muni eða verja tíma með yndislegu og ört vaxandi fjölskyldu sinni.
Ása
Skrifstofa // Sumarleiðsögn
Ása hefur verið að flækjast í ævintýrum síðan hún var unglingur. Frá því að vera partur af Ævintýraklúbbnum í félagsmiðstöðinni Fjörgyn, þar sem hún kynntist því að ganga um allt Ísland, allt að því að aðstoða svifvængjaflugmenn um Atlas fjallgarðinn í Marokkó. Ein helsta ástríða Ásu er að ferðast um heiminn og kanna hvernk krók og kima þess, upplifa nýja menningu og koma á nýjar slóðir. Eftir að hafa ferðast um heiminn með svifvæng á bakinu í nokkurn tíma endaði hún í Vík. Hún trúir mikið á jafnvægi í lífinu og þegar hún er ekki að zippa eða fljúga þá finnuru hana líklega hugleiðandi á jógamottunni. Ása er líka partur af „eins manns zipline skrifstofuteyminu“.
Katla
Leiðsögn
Katla er í háskólanámi og hefur hingað til verið duglega við að finna sér hinar ýmsu sumarvinnur, ein af þeim er að aðstoða okkur við leiðsögn á sumrin. Hún hefur einnig unnið oft á gistiheimili móður sinnar og á nærliggjandi veitingastöðum. Það er líklegt að Katla komi til með að taka á móti ykkur þegar þið mætið í zipplínu ævintýrið ykkar. Hún er listamaður af guðs náð og hefur einstakt auga og áhuga á ljósmyndum. Ef þið eruð heppin að lenda í ferð með Kötlu þá eru miklar líkur á að hún nái frábærri mynd af ykkur.
Þráinn
Leiðsögn
Þráinn er uppalinn á suðurlandinu, þó ekki í Vík en þangað koma hann fyrir 20 árum og hefur ekki fært sig fet síðan. Þráinn hefur leiðsagt jeppa- og jöklaferðir og tekið á móti gestum í Norður-Vík í öll þessi ár. Síðan hann fór að fljúga og zippa hefur það haldið allri hans athygli og þið verðið ekki fyrir vonbrigðum ef hann verður leiðsögumaðurinn ykkar. Enginn veit meira um sögu Mýrdalshrepps en Þráinn. Hann er einnig frábær kokkur og dyggur stuðningsaðili einhvers ensks fótboltaliðs, sem við munum ekki hvað heitir.
Addý
Leiðsögn
Addý er sú yngsta í hópnum en nær okkur líklega fljótt í aldri. Hún er mikil ævintýrakona, sem kemur ekkert sérstaklega á óvart þegar litið er til foreldra hennar. Hún er leiðsögumaður í þjálfun og hjálpar til við ferðir af og til. Addý er mikið náttúrubarn og ekki er óvanalegt að sjá hana úti í náttúrunni að týna blóm í blómakrans.
Uppáhald allra
Panda
Panda hefur líklega farið í fleiri zipplínu ferðir en flestir leiðsögumennirnir. Henni finnst gaman að fara í keppni við stelpurnar á zipplínunum.Önnur þeirra rennir sér yfir, hin hleypur undir, yfir holt og hæðir. Panda á sérstakt zipplínubelti sem var saumað á hana og hefur rennt sér sjálf yfir nokkrum sinnum. Hún er blanda af border-collie og labrador og saman er það stórfengleg blanda.
Panda var með okkur fyrstu 5 árin en hefur nú fært sig yfir í fjölbreyttari zipline ferðir á staðnum sem við endum ævi okkar öll á einn daginn.