Zipplínu ævintýri í Vík

Zipplínu ævintýri í Vík er frábær skemmtun fyrir all þá sem elska smá spennu og vilja örga sér á öruggan hátt. Ferðin samanstendur af gönguferð um Grafargil ásamt fjórum ferðum á zipplínum; 120, 240, 30 og 140 metra löngum. Landslagið í Grafargili er stórbrotið og þú ert með sjónarhorn fuglanna á meðan þú rennir yfir línurnar.

Verð: ISK 11.900kr.
Börn 8-12 ára greiða 7.900kr.

*Börn verða að vera í fylgd fullorðinna í ferðum með okkur.

15% afsláttur af gjafabréfum til jóla

Gefðu ógleymanlegt ævintýri!

Við bjóðum nú upp á 15% afslátt af öllum gjafabréfum til jóla – fullkomin jólagjöf fyrir fjölskylduna, vinahópinn eða þá sem vilja ógleymanlegt ævintýri í jólapakkann.

Þú getur keypt gjafabréf með afslættinum með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan. Afslátturinn gildir fyrir ferðir bæði í Vík og á Akureyri og er aðeins í boði ef bókað er beint á þessari síðu.

Ekki láta þetta tækifæri fram hjá þér fara – gefðu gleði, útiveru og einstaka upplifun í jólagjöf!

zipplínu ævintýri

Upplifunin

Framboð

Daglegar brottfarir, ca. á milli páska og jóla.

Lengd

Upplifunin tekur 1,5 – 2 klst. í heild. Heildartíminn er háður stærð hópsins og ásigkomulagi, veður gæti einnig haft áhrif.

Innifalið

Allur öryggisbúnaður, far að byrjun gönguferðar, leiðsögn og allar zipplínur.

Þetta þarftu

Vatnshelda gönguskó með grófum sóla og hlý, vindheld föt. Þumalputtareglan er að klæða sig eftir veðri. Stundum er gott að hafa húfu og vettlinga en oft ekki nauðsynlegt. Sítt hár skal flétta eða setja í lágan snúð.

Hittumst hér

Víkurbrat 5, Vík í Mýrdal, South Iceland. Vinsamlegast mætið 10 – 15 mínútum fyrir áætlaðan brottfarartíma.

Veður

Stundum er nauðsynlegt að breyta annaðhvort brottfarartíma eða ferðinni sjálfri vegna veðurs. Stundum er nauðsynlegt að breyta annaðhvort brottfarartíma eða ferðinni sjálfri vegna veðurs. Vinsamlegast ath. tölvupóstinn þinn áður en þú mætir í ferðina þína og skildu eftir símanúmer svo við getum haft samband ef þurfa þykir vegna breytinga á ferðaáætluninni.

Í upphafi

Rétt norðan við þorpið Vík í Mýrdal er lítið gil umvafið stórbrotnum fjöllum og jöklum, Grafargil. Upphafsstaðurinn er ekki beint í alfaraleið svo við hittumst við bækistöð okkar og ökum þaðan saman í ca. 5 mínútur og göngum svo aðrar fimm þar til við erum komin að fyrstu zipplínunni. Þú færð allar upplýsingar frá leiðsögumönnum okkur um hvernig fyllsta öryggis sé gætt svo þú sért frjáls til að njóta til fullnustu hverju zipplínu rennsli ásamt því að finna til öryggis. Þegar allir hafa zippað örugglega yfir þessa línu er kominn tími fyrir smá gönguferð, hún er ekki löng, ca. 10 mín. og liggur í gegnum stórbrotið landslags Grafargils að næstu línu.

Að lokum

Zipplína númer tvö, Baldur Blíði, er einungis handan við hornið frá því hvar sú fyrsta endar. Þetta er lengsta línan okkar, 240 metrar og flestir sammála um að hún sé einnig fegurst. Þegar allir hafa zippað yfir fyrstu tvær línurnar er kominn tími á smá gönguferð (ca. 10 mín.) um stórbrotið landslag Grafargils þar til við komum að þriðju línunni og næstu upplifun okkar í ferðinni, trúarstökkið. Þetta er styrsta línan okkar og hér gerum við hluti aðeins öðruvísi, hér segjum við ekki meir í bili af því við viljum ekki spilla gamaninu. Að lokum komum við að fjórðu og síðustu zipplínunni, Stóri Rússi, hér zippum við yfir Hundafoss sem er vel sjáanlegur þegar þú ert komin af stað á línunni. Að lokum er frjálst að ganga til baka til þorpsins eftir gamla þjóðveginum eða hoppa uppí bíl og fá far.

ÓSKIR & UNDIRBÚNINGUR

Aldur

Allir verða að vera orðnir 8 ára og forráðamaður þarf að fylgja börnum undir 18 ára aldri.

Þyngdartakmörk

Æskileg þyngd er á milli 30 og 120 kg. Verið heiðarleg, hér er þyngdin öryggisatriði.

FÆTUR

Best er að vera í vatnsheldum gönguskóm með grófum sóla. Brautin okkar er oft blaut og sleip.

ÚTHALD

Gott er að geta labbað ca. 3 km. á ójöfnu landslagi, upp- og niður í mót á íslenskum móa.

FÆTUR

Best er að vera í vatnsheldum gönguskóm með grófum sóla. Brautin okkar er oft blaut og sleip.

BARNSHAFANDI

Það er ekki óhætt að zippa ef þú ert þunguð

STUNDVÍSI

Mættu til okkar ca. 15 mínútum fyrir áætlaðan brottfarartíma. Sýnum tillitsemi og tefjum ekki fyrir öðrum. Við skreppum út fyrir þægindarammann þinn og skemmtum okkur!

KLÆÐNAÐUR

Klæðumst eftir veðri, hlý, regn- og vindheld föt eru oft góður kostur á Íslandi.

HÁR

Sítt hár skal flétta eða segja í lágan snúð svo hjálmurinn passi á höfuðið og hárið flækist ekki í búnaðinum.

SKIN OG SKÚRIR

Við zippum í flestum veðrum. Við zippum í flestum veðrum. Ef við verðum að afbóka ferð vegna veðurs reynum við að færa ferðina ykkar eða endurgreiðum ef það er ekki hægt.

Spurningar?

Hafir þú einhverjar spurningar varðandi zipplínunar okkar, þyngdartakmörk eða annað. sendu okkur þá endilega línu. Ef það er stutt í brottför er kannski betra að hringja í okkur. Sími: +354 698 8890 Sími: +354 698 8890

Sneak Peak

Viltu vita meira um ferðina okkar? Viltu vita meira um ferðina okkar? Við upplýsum það sem við getum um zipplínurnar okkar en við getum aldrei sett þessa upplifun í orð.

Trúarstökkið

Vegna skemmtanagildisins höldum við þessum hluta leyndum, þú kemst að því þegar þú kemur. Vísbending: Indiana Jones – The Last Crusade.

Baldur Blíði

Fyrsta zipplínan okkar er 140 m. og önnur línan er 240 m. löng. Gangan að fyrstu tveim línunum er um 5 mín.

Stóri Rússi

Síðasta línan okkar er brattari og úr öðruvísi vír en hinar línurnar, Stóri Rússi er 140 metrar og eftir hana er bara að ganga eftir gamla þjóðveginum heim til Víkur eða fá far með bílnum.

Zipplínu ævintýri

Bóka hér

*BÖRN VERÐA VERA Í FYLGD FULLORÐINNA Í FERÐINNI.

ISK 11.900

Börn: ISK 7.900

VILTU EITTHVAÐ SÉRSNIÐIÐ? Starfsmannahópar, skólahópar, stórir hópar, smáir hópar, stórfjölskyldan, einkaferð eða

hvernig hópur sem er og hvaða þörf sem er þá getum við mögulega aðstoðað. Sendu okkur endilega línu með ykkar óskum. Hafðu samband

Gönguskór

Mundu eftir GÖNGUSKÓNUM! Íslenskur jarðvegur er oftast blautur og mjúkur. Við göngum eftir kindastígum í landslaginu og mjóum göngustígum, stundum rennur smá lækur yfir gönguleiðina okkar og eftir rigningar og um vetur er leiðin oft blaut og hál. Gönguskór hjálpa til við að halda fótum þurrum og á stígunum.

  • star rating  i had booked a ticket for the zipline. luckily I was the only participant.
    the 4 ziplines are all different and therefore equally challenging. the parts of the zipline and... read more

    avatar thumb femke22
    desember 4, 2022
  • star rating  Very good - Both of our guides were amazing and kind. Even letting us know of some nice local places in the area. Cannot recommend enough!

    Enzo D
    nóvember 13, 2022
  • star rating  Amazing - Amazing experience!!! A must do in Iceland. The staff is so kind and knowledgeable. Very safe and fun.

    Margarita K
    nóvember 1, 2022
  • star rating  Unforgettable experience !!! - Despite the weather that day, we decided to go on with the tour that was a challenge for the two of us. Marsibil & Stephanie are amazing guides and made... read more

    M B
    nóvember 1, 2022
  • star rating  Beautiful views, fun experience, great staff - Really beautiful hike and views throughout the whole experience. Most importantly it was very fun! The tour guides were very knowledgeable and friendly.

    Kylo_zen
    október 19, 2022