Covid-19

Svona gerum við til að sveigja okkur í takt við sóttvarnarreglur stjórnvalda á meðan faraldurinn gengur yfir. 

Allar okkar ferðir fara fram utandyra og ekki eru fleiri en 20 manns i hverri ferð (10 manns frá 31. okt – 17. nóv 2020). Við biðjum svo viðskiptavini okkar að virða 2ja mvetra nándarregluna í ferðum og aðrar persónulegar sóttvarnir og minnum á að við erum öll almannavarnir.

Fyrir nánari upplýsingar um breyttar reglur bendum við ferðaþjóstuaðilum á covid.is og vef stjórnarráðsins.

Sóttvarnir

Svona gerum við

Leiðsögumennirnir okkar þurfa að nálgast gesti í okkar ferðum til að aðstoða í öryggisbúnað og til að festa á og taka af zipplínunum. Þeir þvo sér og spritta á milii ferða og einnig er bæði bíllinn og allur búnaður sprittaður á milli ferða. Við mælum með að gestir okkar þvoi hendur fyrir og eftir ferð og spritti. Munum að halda 2ja metra milibili á milli okkar í ferðum.

 

Gestum okkar er að sjálfsögðu heimilt að bera grímur og hanska í ferðum með okkur, kjósi þeir það en við útvegum ekki slíkan búnað þar sem við teljum að allar sóttvarnarkröfur séu uppfylltar með því að leiðsögumenn noti viðeigandi hlífðarbúnað.

 

Sendið okkur endilega línu ef eitthvað er óljóst eða við getum bætt okkur einhversstaðar.Við hlökkum til að zippa með ykkur.

Fjöldatakmarkanir

Við erum með hámark 12 manns í ferðirnar okkar og svo bætast 3 leiðsögumenn við. Við förum aldrei yfir 20 manns. Við lækkum þetta hámark í 10 manns frá 31. okt – 17. nóv 2020.

Sóttvarnir

Við mælum með að þvo hendur og spritta bæði fyrir og eftir ferð. Aðgangur að salerni og handspritt er á staðnum.

Grímur

Það þarf ekki að bera grímur í ferðum hjá okkur en er að sjálfsögðu val fyrir þá sem vilja. Gestir sem það kjósa koma með sínar eigin grímur.

Bílar

Við ökum fyrsta spölinn að línunum (ca. 3-5mín.), við bjóðum einnig uppá að fara á eigin bílum fyrir þá sem vilja.

Fjarlægð

Það er auðvelt að halda viðeigandi fjarlægð í ferðum hjá okkur en gestirnir okkar verða að hjálpa við það.