ZIPLINE ÆVINTÝRI Í VÍK
Gjafabréf
Gjafabréfin okkar hafa slegið rækilega í gegn í jólapakkann hvort sem það er fyrir fjölskylduna, vinahópinn, pör, einstaklinginn eða bara hvern sem er enda er zipline ævintýri í Vík í Mýrdal stórkostleg upplifun. Hér sameinast íslensk náttúra, menning, útivera, gleði og skemmtun í einni og sömu ferðinni.
Ferðin tekur um 1,5 – 2 klst. og er sambland af göngu með leiðsögn um Grafargil ásamt rennsli yfir zipplínurnar okkar fjórar sem liggja á nokkrum stöðum um gilið, þar er svifið yfir gilbotninn, ár og fossa. Ferðirnar eru farnar daglega, frá páskum til jóla og er frábær upplifun fyrir alla fjölskyldumeðlimi eldri en 8 ára. Þyngdartakmarkanir í ferðina eru 30 – 120 kg.
GEFÐU ÓGLEYMANLEGA GJÖF
Gjafabréfin okkar gilda öll sem inneign hjá Zipline Iceland* og því hægt að velja þá upphæð sem þið kjósið. Ef þið sjáið ekki þá upphæð sem þið viljið hér að neðan má alltaf senda okkur póst og við kippum því í liðinn.
*Vinsamlega athugið að gjafabréfin gilda í 1 ár frá útgáfudegi og fást ekki endurgreidd.
*Gildir í ferðir bókaðar á www.zipline.is í Vík og á Akureyri.
Kaupa gjafabréf
Veldu það gjafabréf sem hentar hér að neða og þá færðu sent gjafabréf í tölvupósti með gjafabréfakóða sem er svo notaður til að bóka ferð á vefnum hjá okkur.
Gjafabréf fyrir 1 fullorðinn = 11.900kr.
Gjafabréf fyrir 2 fullorðna = 23.800kr.
Gjafabréf fyrir 1 barn (undir 12 ára) = 7.900kr.
Gjafabréf fyrir 1 fullorðinn og 1 barn = 19.800kr.
Gjafabréf fyrir 1 fullorðinn og 2 börn = 27.700kr.
Gjafabréf fyrir 2 fullorðna og 2 börn = 39.600kr.
Gjafabréf fyrir 2 fullorðna og 3 börn = 47.500kr.
Einnig er hægt er að kaupa inneignir fyrir 5 – 50.000kr.
Ef þú lendir í vanda eða finnur ekki fjölskyldusamsetninguna sem hentar þér sendu okkur þá tölvupóst og við reynum að aðstoða eftir bestu getu.
Sími
Tölvupóstfang
Opnunartímar
Sumar: 10 – 18
Vetur: 10 – 16
Aðsetur
Víkurbraut 5,
870 Vík í Mýrdal