ZIPLINE ÆVINTÝRI Í VÍK

Gjafabréf

Gjafabréfin okkar hafa slegið rækilega í gegn í jólapakkann hvort sem það er fyrir fjölskylduna, vinahópinn, pör, einstaklinginn eða bara hvern sem er enda er zipline ævintýri í Vík í Mýrdal stórkostleg upplifun. Hér sameinast íslensk náttúra, menning, útivera, gleði og skemmtun í einni og sömu ferðinni.

Ferðin tekur um 1,5 – 2 klst. og er sambland af göngu með leiðsögn um Grafargil ásamt rennsli yfir zipplínurnar okkar fjórar sem liggja á nokkrum stöðum um gilið, þar er svifið yfir gilbotninn, ár og fossa. Ferðirnar eru farnar daglega, frá páskum til jóla og er frábær upplifun fyrir alla fjölskyldumeðlimi eldri en 8 ára. Þyngdartakmarkanir í ferðina eru 30 – 120 kg.

 

GEFÐU ÓGLEYMANLEGA GJÖF

Gjafabréfin okkar gilda öll sem inneign hjá Zipline Iceland* og því hægt að velja þá upphæð sem þið kjósið. Ef þið sjáið ekki þá upphæð sem þið viljið hér að neðan má alltaf senda okkur póst og við kippum því í liðinn.

*Vinsamlega athugið að gjafabréfin gilda í 1 ár frá útgáfudegi og fást ekki endurgreidd.
*Gildir í ferðir bókaðar á www.zipline.is í Vík og á Akureyri.

Kaupa gjafabréf

Veldu það gjafabréf sem hentar hér að neða og þá færðu sent gjafabréf í tölvupósti með gjafabréfakóða sem er svo notaður til að bóka ferð á vefnum hjá okkur.

Gjafabréf fyrir 1 fullorðinn = 11.900kr.
Gjafabréf fyrir 2 fullorðna = 23.800kr.
Gjafabréf fyrir 1 barn (undir 12 ára) = 7.900kr.
Gjafabréf fyrir 1 fullorðinn og 1 barn = 19.800kr.
Gjafabréf fyrir 1 fullorðinn og 2 börn = 27.700kr.
Gjafabréf fyrir 2 fullorðna og 2 börn = 39.600kr.
Gjafabréf fyrir 2 fullorðna og 3 börn = 47.500kr.
Einnig er hægt er að kaupa inneignir fyrir 5 – 50.000kr.

Ef þú lendir í vanda eða finnur ekki fjölskyldusamsetninguna sem hentar þér sendu okkur þá tölvupóst og við reynum að aðstoða eftir bestu getu.

Tölvupóstfang

Opnunartímar

Sumar: 10 – 18
Vetur: 10 – 16

Aðsetur

Víkurbraut 5,
870 Vík í Mýrdal

F.A.Q.

Spurningar og svör

Við fáum oft spurningar varðandi zipplínurnar okkar og oftast er fólk forvitið um hvernig klæðnaður er bestur fyrir ferðina. Best er að vera klæddur eftir veðri og muna að veðurfarið á Íslandi getur breyst á örskotsstundu og verið mismunandi á milli landshluta. Vatnsheldir gönguskór er frábært val eða skór með grófum sóla. Ef þú finnur ekki svar við spurningunum hér, sendu okkur þá endilega tölvupóst og við svörum um hæl.
BARNIÐ MITT ER NÆSTUM 8 ÁRA, MÁ ÞAÐ KOMA MEÐ?
Ef barnið hefur náð þyngdartakmörkunum, 30 kg. þá er það velkomið með í ferð.
ÉG ER MEÐ SLÆM HNÉ, GET ÉG KOMIÐ MEÐ?
Gengið er á mjög ójöfnu landslagi, bæði upp og niður til að komast að zipplínunum. Ef þú treystir þér í þannig labb þá er engin fyrirstaða fyrir þig að taka þátt í ferð.
Þarf ég húfu?
Þú færð hjálm og það er frekar þægilegt að hafa létta húfu eða buff undir honum en alls ekki nausynlegt. Við mælum þó með húfu (með engum dúsk) að vetri til.
Þarf ég hanska?
Þú þarft aldrei að snerta zipplínurnar sjálfar svo hanskar eru ekki nauðsynlegir en á Íslandi er oft kalt í veðri svo oft er gott að hafa vettlinga meðferðis, þó ekki sé nema í vasanum.
Má koma með hund?
Það er því miður ekki hægt að taka hunda með í ferðirnar. Við eigum hvorki öryggisbúnað fyrir hunda né getum haft þá lausa í gilinu þar sem töluvert er af lausagöngu fé þar á beit.
Getið þið útvegað barnapössun?
Því miður nær starfsleyfið okkar ekki yfir barnagæslu og því verðið þið að gæta yngri barna sjálf eða útvega barnapössun sjálf. Þetta á einnig við um gæslu hunda og annarra dýra.

Hafðu samband