Vetrarfrí fjölskyldunnar

Zipline í Vík

Zipline ævintýri í Vík er frábær skemmtun fyrir ævintýraþyrsta fjörkálfa. Upplifunin samanstendur af gönguferð í gegnum Grafargil með nokkrum skemmtilegum áningarstöðum og fjórum zipplínum, 30 – 240 metra löngum. Á þeim er sankölluð salíbunuferð yfir stórbrotið landslag gilsins fyrir neðan.

Hér er tilvalið að nýta ferðagjöf stjórnvalda fyrir stórgóða skemmtun. Við hjá Zipline Iceland fögnum vetrinum og höfum því einnig lækkað verðið um sömu upphæð.

Fullt verð: 14.900kr.
Lækkað verð: 9.900kr.*
Verð m. ferðaávísun: 4.900kr.

*Börn fá 50% afslátt í fylgd fullorðinna, e.7.500kr.

Viltu gera meira úr vetrarfríi fjölskyldunnar. Kíktu þá á combó tilboðið okkar með Icelandic Lava Show og Súpufélaginu.

Smellið hér Til að skoða og bóka.

Svona nýtir þú 

Ferðaávísun

  • Velur fjölda, dagsetningu og tíma í dagatalinu hér til hægri.
  • Ýtir á greiða
  • Opnar reitinn gjafakort með því að ýta á bláu örina
  • Setur inn strikamerkisnúmerið á ferðagjöfinni þinni
  • Ýtir á staðfesta.

Nú ætti að vera búið að draga ferðagjöfina frá verðinu og þér óhætt að halda áfram yfir í greiðsluferlið.

Við hlökkum til að zippa með þér.

 Nú er hægt að nota ferðagjöfina við bókun á zipline ævintýri í Vík. Notið dagatalið neðar á síðunni til að bóka. Setja þarf númerið á strikamerkinu inn sem gjafakort og ýta á staðfesta til að nýta það.

Zipline ævintýri

Bókið hér

*Börn verða að vera í fylgd fullorðinna

ISK 9.900

Börn: ISK 7.500

Ævintýri í Vík – Zipline & Paragliding

Um upplifunina

Framboð

Daglegar brottfarir, allt árið. Þetta tilboð gildir á meðan ferðaávísun stjórnvalda gildir.

Lengd

Upplifunin tekur 1,5 – 2 klst. í heild. Heildartíminn er háður stærð hópsins og ásigkomulagi, veður gæti einnig haft áhrif.

Innifalið

Allur öryggisbúnaður, far að byrjun gönguferðar frá Norður-Vík, leiðsögn og allar zipplínur.

Þetta þarftu

Vatnshelda gönguskó með grófum sóla og hlý, vindheld föt. Þumalputtareglan er að klæða sig eftir veðri. Stundum er gott að hafa húfu og vettlinga en oft ekki nauðsynlegt. Sítt hár skal flétta eða setja í lágan snúð.

Hittumst hér

Víkurbratu 5, Vík í Mýrdal (sjá kort). Vinsamlegast mætið 10 – 15 mínútum fyrir áætlaðan brottfarartíma.

Veður

Stundum er nauðsynlegt að breyta annaðhvort brottfarartíma eða ferðinni sjálfri vegna veðurs. Munið eftir að kanna mögulegar breytingar á tölvupósti áður en þið leggið land undir fót til okkar og skiljið eftir símanúmer svo við náum í ykkur með stuttum fyrirvara.

UPPHAF

Rétt norðan við bæinn Vík í Mýrdal er lítið gil umvafið stórbrotnum fjöllum og jöklum, Grafargil. Í gilinu er merkt gönguleið og á nokkrum stöðum á leiðinni höfum við strengt zipplínur yfir gilið. Við hittumst að Víkurbraut 5 og græjum alla í viðeigandi öryggisbúnað. Þaðan er ca. 5 mín. akstur að upphafsstað göngunnar. Þegar úr bílnum er komið tekur við ganga að fyrstu línunni, Litla Rússa. Þar förum við yfir allar öryggisleiðbeiningar og sýnum ykkur hvernig hægt er að zippa örugglega yfir á þæginlegan hátt, einn yfir í einu. Það næsta sem þú veist er að þú ert á spennuþrunginni fleygiferð hátt yfir gilinu, mundu að halda augunum opnum því útsýnið er stórfenglegt.

 

MIÐJAN

Önnur línan okkar, Blíði risinn, byrjar nánast þar sem sú fyrsta endar. Þessi lína er lengst, 240 metrar og margir telja hana þá fegurstu. Þegar allir hafa zippað örugglega yfir þessa línu er kominn tími fyrir smá gönguferð, hún er ekki löng, ca. 10 mín. og liggur í gegnum stórbrotið landslags Grafargils að næstu línu. Trúarstökkið er stysta linan okkar og hér förum við yfir gilið á annan hátt en við gerðum áður. Við viljum ekki segja meir af því að þessum hluta viljum við halda leyndum þar til reynir á.

 

ENDIR

Í lokin zippum við yfir stóra rússa, sem liggur yfir foss að nafni Hundafoss og ef veðrið er gott er öllum velkomið að ganga gamla þjóðveginn aftur heim að bækistöð okkar.

 

Óskir & undirbúningur

Aldur

Allir verða að vera orðnir 8 ára (eða 30 kg.) og forráðamaður þarf að fylgja börnum undir 18 ára aldri.

Þyngd

Þyngdin verður að vera á milli 30 og 120kg. Verið heiðarleg, hér er þyngdin öryggisatriði.

SKÓBÚNAÐUR

Best er að vera í vatnsheldum gönguskóm með grófum sóla. Brautin okkar er oft blaut og sleip.

ÚTHALD

Gott er að geta labbað ca. 3 km. á ójöfnu landslagi, upp- og niður í mót á íslenskum móa.

LOFTHRÆÐSLA

Láttu leiðsögumennina vita og þeir gera sitt besta í að stappa í þig stálinu, þú getur alltaf hætt við (skilmálar gilda).

Barnshafandi

Það er ekki óhætt að zippa ef þú ert þunguð en komdu endilega aftur þegar þú ert orðin mamma.

Stundvísi

Mættu til okkar ca. 15 mínútum fyrir áætlaðan brottfarartíma. Sýnum tillitsemi og tefjum ekki fyrir öðrum.

Klæðnaður

Klæðumst eftir veðri, hlý, regn- og vindheld föt eru oft góður kostur á Íslandi.

Hárflókar

Sítt hár skal flétta eða segja í lágan snúð svo hjálmurinn passi á höfuðið og hárið flækist ekki í búnaðinum.

Skin og skúrir

Við förum í flesum veðurskilyrðum. Ef við verðum að afbóka ferð vegna veðurs reynum við að færa ferðina ykkar eða endurgreiðum ef það er ekki hægt.

Spurningar?

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi zipplínurnar eða svifvængjaflugð, þyngdartakmarkinir eða eitthvað annað, sendu okkur þá endilega línu. Ef tíminn er knappur og alveg að koma að ævintýrinu þínu í Vík er líklega betra að taka upp tólið og hringja í okkur. Sími: +354 698 8890

Sneak Peek

Viltu vita meira um ferðina okkar? Við getum gefið þér smá innsýn í hana en það verður aldrei hægt að færa þessa upplifun í orð.

Trúarstökkið

Vegna skemmtanagildisins höldum við þessum hluta leyndum, þú kemst að því þegar þú kemur. Vísbending: Indiana Jones – The Last Crusade.

Baldur Blíði

Fyrsta zipplínan okkar er 140 m. og önnur línan er 240 m. löng. Gangurinn að fyrstu tveim línunum er um 5 mín.

Stóri Rússi

Síðasta línan okkar er brattari og úr öðruvísi vír en hinar línurnar, Stóri Rússi er 140 metrar og eftir hana er bara að ganga eftir gamla þjóðveginum heim á hostel.

VILTU EITTHVAÐ SÉRSNIÐIÐ? VIÐ GETUM LÁTIÐ ÞAÐ GERAST!

Starfsmannahópar, skólahópar, stórir hópar, smáir hópar, stórfjölskyldan, einkaferð eða hvernig hópur sem er og hvaða þörf sem er þá getum við mögulega aðstoðað. Sendu okkur endilega línu með ykkar óskum.

GÖNGUSKÓR

Mundu eftir gönguskónum! Íslensk jörð er oft blaut og mjúk. Við göngum eftir kindastígum í landslaginu og mjóum göngustígum, stundum rennur smá lækur yfir gönguleiðina okkar og eftir rigningar og um vetur er leiðin oft blaut og hál. Gönguskór hjálpa til við að halda fótum þurrum og á stígunum.
  • star rating  i had booked a ticket for the zipline. luckily I was the only participant.
    the 4 ziplines are all different and therefore equally challenging. the parts of the zipline and... read more

    avatar thumb femke22
    desember 4, 2022
  • star rating  Very good - Both of our guides were amazing and kind. Even letting us know of some nice local places in the area. Cannot recommend enough!

    Enzo D
    nóvember 13, 2022
  • star rating  Amazing - Amazing experience!!! A must do in Iceland. The staff is so kind and knowledgeable. Very safe and fun.

    Margarita K
    nóvember 1, 2022
  • star rating  Unforgettable experience !!! - Despite the weather that day, we decided to go on with the tour that was a challenge for the two of us. Marsibil & Stephanie are amazing guides and made... read more

    M B
    nóvember 1, 2022
  • star rating  Beautiful views, fun experience, great staff - Really beautiful hike and views throughout the whole experience. Most importantly it was very fun! The tour guides were very knowledgeable and friendly.

    Kylo_zen
    október 19, 2022