Bækistöðin okkar

Í þessu húsi slær ævintýra hjarta Víkur og hér erum við. Í sama húsnæði og Súpufélagið og Icelandic Lava Show. Þegar þú mætir, komdu endilega inn og tylltu þér, fáðu þér kaffi eða te og hinkraðu þar til leiðsögumennirnir eru tilbúnir að fara með þig í ævintýra ferð. Við mælum með að mæta snemma, nú eða seint og bragða á Lava súpunni frá Súpufélaginu.

Sjóðheit hraunsýning

Icelandic Lava Show

Þegar þú mætir til Víkur, ekki missa af heitustu sýningu heims, Icelandic Lava Show. 1100° heitt hraun flæðir yfir ís beint fyrir framan þig og er það bara einn áhugaverður angi sýningarinnar. Hljóð, lykt og sagan gera sýninguna einstaka. Mögnuð upplifun fyrir öll skilningarvitin.

Ljúffengt

Súpufélagið

Við mælum með að þú mætir örlítið snemma í ferð með okkur eða dveljir pínulítið lengur til að gefa þér tíma til að bragða á þessari dásemd sem súpurnar hjá Súpufélaginu eru. Uppáhaldið okkar er Lava súpan í svörtu brauðskálinni. Ef þig langar bara í kaffi og eitthvað með því, þá eru heimabökuðu kökurnar þeirra saga til næsta bæjar.

Aðkoma að vestan (Reykjavík)

Aksturstími Frá Reykjavík: 2,5 klst. Frá Skógum: 30 mín. Frá Reykjavík beygir þú í austurátt inn á hringveginn (nr.1) og fylgir honum þar til þú kemur til Víkur.

Aðkoma að austan (Höfn)

Aksturstími Frá Höfn: 3 klst. Frá Kirkjubæjarklaustri: 1 klst. Frá Höfn er ekið í vesturátt eftir hringveginum (nr.1) þar til komið er til Víkur.

GPS hnit

N 63.423361 W -19.008923