Zip & íshellar Kötlujökuls með Tröll Expeditions
Zipline & Katla íshellir
Það er vart hægt að komast nær ósnertri náttúru Íslands en í þessari æsispennandi kombóferð. Fyrst á dagsrká er salíbunuferð niður Grafargil á zipplínum og þegar því er lokið er stokkið af stað á snarbreyttum fjallajeppum með Tröll Expeditions til að kanna undraveröld íshella Kötlujökuls. Taktu eftir stórbrotnu landslagi Mýrdalssands á leið þinni að jöklinum, sandauðninni og mosagrænum glæstum fjöllum sem standa þar uppúr.
15% afsláttur fæst ef báðar ferðir eru bókaðar saman á þessari síðu. Tilvalið fyrir náttúruunnandann Fjöldi: Max 12 manns í zipp.Lengd: 5 klst.
Verð: ISK 29.900kr. (Fullt verð: 36.800kr.). Börn 8-12 years old greiða 25.900kr. (Fullt verð: 32.800kr.)
Athugið að íshellaferðin í Kötlujökul er farin með Tröll Expeditions.
Zipline & Katla íshellir
Um Upplifunina
Framboð
Daglegar brottfarir, ca. á milli páska og jóla.
Lengd
Upplifunin tekur 5-6klst.
Innifalið
Allur öryggisbúnaður, bílfar að upphafi göngunnar, leiðsögn um Grafargil á fæti og zipplínum ásamt sjóðheitri hraunsýningu.
Þetta þarftu
Gott er að klæða sig eftir veðri, við mælum með hlýjum og vindheldum fatnaði. Húfa og hanskar eru valkvæð og sítt hár skal flétta eða festa í lágan hnút í hnakkanum. Gönguskór með hörðum sóla eru nauðsynlegir í þessa ferð.
Hittumst hér
Víkurbraut 5, Vík í Mýrdal, South Iceland (sjá kort). Vinsamlegast mætið 10 – 15 mínútum fyrir áætlaðan brottfarartíma.
Veður
Stundum er nauðsynlegt að breyta annaðhvort brottfarartíma eða ferðinni sjálfri vegna veðurs. Munið eftir að kanna mögulegar breytingar á tölvupósti áður en þið leggið land undir fót til okkar og skiljið eftir símanúmer svo við náum í ykkur með stuttum fyrirvara.
Zipp
Við hittumst að bækistöð okkar. Ef þú mætir snemma ekki hika við að kíkja inn og nýta þér salernisaðstöðuna og þráðlaust internet. Þú getur jafvel gætt þér á bolla af heitu kaffi eða te áður en leiðsögumennirnir okkar koma og hitta þig. Við byrjum á því að fara yfir öll öryggisatriði, klæða alla í viðeigandi öryggisbúnað, smellum hjálm á höfuðin og ökum svo að upphafspunkti ferðarinnar.
Ökuferðin tekur ca. 3 mínútur og við taka aðrar ca. 3 mínútur í göngu þar til við komum að fyrstu zipplínunni. Þar förum við yfir helstu öryggisatriði aftur áður en við zippum af stað, einn í einu. Það næsta sem þú veist er að þú ert á fleygiferð yfir gilinu í sælurússi. Önnur línan okkar byrjar þar sem sú fyrsta endar og því er rétt svo tími til að ná andanum á milli fyrstu tveggja ævintýrana.
Eftir hana tekur við ca. 10 mínútna gönguferð um stórbrotna náttúrufegurð Grafargils þar til við komum að því sem við köllum trúarstökkið (Leap of Faith).
Að lokum rennum við yfir síðustu línun sem liggur yfri hinn fagra Hundafoss og ef veðrið er gott má enda á stuttri gönguferð eftir gamla þjóðveginum aftur heim til Víkur.
Katla Ice Cave
Vinir okkar hjá Tröll Expeditions leiðsegja ykkur þennan hluta.
Eftir þessa trufluðu zipplínu upplifun, finnur þú jöklasérfræðingana frá Tröllaferðum og stekkur uppí einn af ofur breyttu fjalla bílunum þeirra. Saman akið þið yfir svartan Mýrdalssandinn að rótum Kötlu, þess goðsagnakennda eldfjalls og hins magnaða Mýrdalsjökuls sem umvefur hana á alla kanta. Brottfarartímar eru misjafnir en yfirleitt 2 klst. Eftir zipplínu ævintýrið þitt.
Á meðan þú tekur inn stórfenglegt útsýni yfir fjöllin, jöklana og svörtu eldfjalla eyðimörkin á Mýrdalssandi mun leiðsögumaðurinn deila heillandi sögum og ótrúlegri jarðfræði sem tengist þessu fallega svæði.
Þegar áfangastað er náð við kolsvarta jökull röndina færð þú hjálm, höfuðljós og brodda til að ganga á. Engar áhyggjur, leiðsögumaðurinn kennir þér að nota búnaðinn á öruggan hátt svo þú getir skoðað þig um íshellana og jökull röndina á öruggan hátt. Margbreytileiki jökulsins fer með þig í ferðalag um eldgos og jökulhlaup Mýrdalsjökuls, eitthvað sem er óaðgengilegt fyrir hinn venjulega ferðamann.
Að nefna Kötlugos á nafn sendir hroll niður hrygginn á flestum Íslendingum. Hún er eitt hættulegasta og hrikalegasta eldfjall Íslands. Eftir að hafa verið í dvala í meira en 100 ár viljum við fara með þig upp að rótum hennar í ógleymanlegt ævintýri; Leikur að eldi og ís og sjá hið fagra landslag sem hefur mótast af kröftugum Kötlugosum fyrri tíma.
ÓSKIR & UNDIRBÚNINGUR
Aldur
Allir verða að vera orðnir 8 ára og forráðamaður þarf að fylgja börnum undir 18 ára aldri.
Þyngd
Þyngdin verður að vera á milli 30 og 120kg. Verið heiðarleg, hér er þyngdin öryggisatriði.
FÆTUR
Vatnsheldir gönguskór með hörðum sóla eru skylda í þessari ferð.
ÚTHALD
Gott er að geta labbað ca. 3 km. á ójöfnu landslagi, upp- og niður í mót á íslenskum móa.
LOFTHRÆÐSLA
Láttu leiðsögumennina vita og þeir gera sitt besta í að stappa í þig stálinu, þú getur alltaf hætt við (skilmálar gilda).
BARNSHAFANDI
Það er ekki óhætt að zippa ef þú ert þunguð en komdu endilega aftur þegar þú ert orðin mamma.
STUNDVÍSI
Mættu til okkar ca. 15 mínútum fyrir áætlaðan brottfarartíma. Sýnum tillitsemi og tefjum ekki fyrir öðrum. Við skreppum út fyrir þægindarammann þinn og skemmtum okkur!
KLÆÐNAÐUR
Gönguskór! Hlýr fatnaður (innsta lag) og vatnsheld útivistarföt (annað lag). Hanskar og húfa.
Hár
Sítt hár skal flétta eða segja í lágan snúð svo hjálmurinn passi á höfuðið og hárið flækist ekki í búnaðinum.
SKIN OG SKÚRIR
Við zippum í flestum veðrum. Við zippum í flestum veðrum. Ef við verðum að afbóka ferð vegna veðurs reynum við að færa ferðina ykkar eða endurgreiðum ef það er ekki hægt.
Spurningar?
Hafir þú einhverjar spurningar varðandi zipplínunar okkar, þyngdartakmörk eða annað. sendu okkur þá endilega línu. Ef tíminn er knappur og alveg að koma að ævintýrinu þínu í Vík er líklega betra að taka upp tólið og hringja í okkur Sími: +354 698 8890
Mikilvægt!
Zipplínu ævintýri
Byrjar kl. 12:00 eða 16:00 og
og varir í ca. 90-120 mín.
Katla Ice Cave tour
Byrjar kl. 14:00 eða 18:00
og varir í ca. 3 klst.
Tröll Expeditions
Vinir okkar hjá Tröllaferðum eru með frábærlega breytta ofurjeppa sem flytja þig á öruggan og þægilegan máta yfir töfrandi landslag Mýrdalssands þar sem hægt er að virða fyrir sér mosagræn töfrandi fjöll sem standa uppúr bikasvörtum sandinum. Leiðin liggur að töfrandi jökulrönd Mýrdalsjökuls þar sem hið alræmda eldfjall liggur og mókir undir þykkri íshellunni.
Zipplínu ævintýri
Súpufélagið
Bækistöðin okkar! Súpufélagið selur yljandi súpur, dásamlegt kaffi, bakkelsi og aðra létta rétti. Spyrjið um rétt dagsins.
Nokkur önnur fyrirtæki eru staðsett á þessum sama stað í Vík. Hér finnur þú einnig True Adventure, Tröll og Lava Show.
Heimili: Víkurbraut 5, Vík (Google maps link)
Zipline & Katla íshellir
Bóka hér
*BÖRN VERÐA VERA Í FYLGD FULLORÐINNA Í FERÐINNI.
Okkar verð 31.280 kr.
Börn 8-12 ára 27.880 kr.
Fullt verð: 36.800 kr. / 32.800 kr.
VILTU EITTHVAÐ SÉRSNIÐIÐ? Starfsmannahópar, skólahópar, stórir hópar, smáir hópar, stórfjölskyldan, einkaferð eða
Starfsmannahópar, skólahópar, stórir hópar, smáir hópar, stórfjölskyldan, einkaferð eða hvernig hópur sem er og hvaða þörf sem er þá getum við mögulega aðstoðað. Sendu okkur endilega línu með ykkar óskum. Hafðu samband
Gönguskór
Mundu eftir GÖNGUSKÓNUM! Mundu eftir gönguskónum! Íslensk jörð er oft blaut og mjúk. Við göngum eftir kindastígum í landslaginu og mjóum göngustígum, stundum rennur smá lækur yfir gönguleiðina okkar og eftir rigningar og um vetur er leiðin oft blaut og hál. Gönguskór hjálpa til við að halda fótum þurrum og á stígunum.