Zipline & Lava show
Zipline & Lava show
Frábært kombó sem sameinar skemmtilega upplifun utandyra og svo dásamlega heita og fræðandi sýningu hjá Lava Show. Fyrst er ferðast um stórfenglegt landslag Grafargils á zipplínum og göngu og þegar því úti ævintýrinu er lokið er komin tími til að ylja sér við sjóðandi heitt hraunflæðið hjá Lava Show.
Þessi pakkaferð veitir 30% afslátt af báðum upplifunum, ef þær eru bókaðar saman. Tilvalið fyrir þá fróðleiksfúsu. Fullt verð: ISK 17.800kr. Okkar verð: ISK 12.460kr. Verð: ISK 17.800kr. Okkar verð: ISK 12.460kr.
1/2 dags ævintýri – Zipline & Lava show
Um Upplifunina
Framboð
Daglegar brottfarir, ca. á milli páska og jóla.
Lengd
Upplifunin tekur 3,5 – 4 klst.
Innifalið
Allur öryggisbúnaður, bílfar að upphafi göngunnar, leiðsögn um Grafargil á fæti og zipplínum ásamt sjóðheitri hraunsýningu.
Þetta þarftu
Gott er að klæða sig eftir veðri, við mælum með hlýjum og vindheldum fatnaði og gönguskóm. Húfa og hanskar eru valkvæð og sítt hár skal flétta eða festa í lágan hnút í hnakkanum.
Hittumst hér
Víkurbratu 5, Vík í Mýrdal (sjá kort). Vinsamlegast mætið 10 – 15 mínútum fyrir áætlaðan brottfarartíma.
Veður
Stundum er nauðsynlegt að breyta annaðhvort brottfarartíma eða ferðinni sjálfri vegna veðurs. Munið eftir að kanna mögulegar breytingar á tölvupósti áður en þið leggið land undir fót til okkar og skiljið eftir símanúmer svo við náum í ykkur með stuttum fyrirvara.
Zipp
Við hittumst að bækistöð okkar. Ef þú mætir snemma ekki hika við að kíkja inn og nýta þér salernisaðstöðuna og þráðlausa netið. Þú getur jafvel gætt þér á bolla af heitu kaffi eða te áður en leiðsögumennirnir okkar koma og hitta þig. Við byrjum á því að fara yfir öll öryggisatriði, klæða alla í viðeigandi öryggisbúnað, smellum hjálm á höfuðin og ökum svo að upphafspunkti ferðarinnar. Ökuferðin tekur ca. 3 mínútur og við taka aðrar ca. 3 mínútur í göngu þar til við komum að fyrstu zipplínunni. Þar förum við yfir helstu öryggisatriði aftur áður en við zippum af stað, einn í einu. Það næsta sem þú veist er að þú ert á fleygiferð yfir gilinu í sælurússi. Önnur línan okkar byrjar þar sem sú fyrsta endar og því er rétt svo tími til að ná andanum á milli fyrstu tveggja ævintýrana. Eftir hana tekur við ca. 10 mínútna gönguferð um stórbrotna náttúrufegurð Grafargils þar til við komum að því sem við köllum trúarstökkið (Leap of Faith). Að lokum rennum við yfir síðustu línun sem liggur yfri hinn fagra Hundafoss og ef veðrið er gott má enda á stuttri gönguferð eftir gamla þjóðveginum aftur heim til Víkur.
Lava show
Eftir æsispennandi zipplínu ævintýri rennum við í hlað hjá Lava Show og losum okkur við öryggisbúnaðinn áður en stigið er inn í sjóðandi heitan salinn hjá Lava Show (sýningartímarnir eru kl.13:30 eða 17:00). Þetta er eini staðurinn í heiminum þar sem þú getur upplifað, á öruggan hátt, heitt bráðið hraun í miklu návígi. Sýningin endurskapar eldgos, svipað því sem Eyjafjallajökull og Katla eru fræg fyrir, með því að hella bráðnu hrauni (1100°C / 2000°F) inn í sýningarsalinn og yfir ís. Það skapar epískan bardaga á milli frumefnanna og er þetta einstakt tækifæri að vera í svo miklu návígi við rauðglóandi hraun, sjá það renna, heyra það snarka og finna fyrir þeim mikla hita sem stafar af því. Sönn veisla fyrir skynfærin.
ÓSKIR & UNDIRBÚNINGUR
Aldur
Allir verða að vera orðnir 8 ára og forráðamaður þarf að fylgja börnum undir 18 ára aldri.
Þyngd
Þyngdin verður að vera á milli 30 og 120kg. Verið heiðarleg, hér er þyngdin öryggisatriði.
FÆTUR
Best er að vera í vatnsheldum gönguskóm með grófum sóla. Brautin okkar er oft blaut og sleip.
ÚTHALD
Gott er að geta labbað ca. 3 km. á ójöfnu landslagi, upp- og niður í mót á íslenskum móa.
LOFTHRÆÐSLA
Láttu leiðsögumennina vita og þeir gera sitt besta í að stappa í þig stálinu, þú getur alltaf hætt við (skilmálar gilda).
BARNSHAFANDI
Það er ekki óhætt að zippa ef þú ert þunguð en komdu endilega aftur þegar þú ert orðin mamma.
STUNDVÍSI
Mættu til okkar ca. 15 mínútum fyrir áætlaðan brottfarartíma. Sýnum tillitsemi og tefjum ekki fyrir öðrum. Við skreppum út fyrir þægindarammann þinn og skemmtum okkur!
KLÆÐNAÐUR
Klæðumst eftir veðri, hlý, regn- og vindheld föt eru oft góður kostur á Íslandi.
Hár
Sítt hár skal flétta eða segja í lágan snúð svo hjálmurinn passi á höfuðið og hárið flækist ekki í búnaðinum.
SKIN OG SKÚRIR
Við zippum í flestum veðrum. Við zippum í flestum veðrum. Ef við verðum að afbóka ferð vegna veðurs reynum við að færa ferðina ykkar eða endurgreiðum ef það er ekki hægt.
Spurningar?
Ef einhverjar spurningar vakna varðandi zipplínurnar eða svifvængjaflugð, þyngdartakmarkinir eða eitthvað annað, sendu okkur þá endilega línu. Ef tíminn er knappur og alveg að koma að ævintýrinu þínu í Vík er líklega betra að taka upp tólið og hringja í okkur. Sími: +354 698 8890
Mikilvægt!
Zipplínu ævintýri
Byrjar kl. 11:00 eða kl. 14:00
og varir í ca. 90-120 minutes.
Lava Show
Sýningartímar kl. 13:30 eða kl.17:00
og varir í ca. 45-60 mínútur.
Súpufélagið
Notalegur veitingastaður (bar og kaffihús) sem selur dásemdar súpur, kaffi, kökur og a’ra létta rétti. Spyrjið um súpu dagsins.
Lava Show
Einstök sýning fyrir öll skilningarvit sem þú getur aðeins séð í litla þorpinu okkar á Íslandi, Vík. Ekki missa af þessari upplifun.
Zipplínu ævintýri
Lava Show & Súpufélagið
Súpfélagið, Lava Show og Zipline eru öll staðsett saman í þessu frábæra húsi, staðsett inní miðju þorpinu Vík. Sjáumst.
Zipline & Lava show
Bóka hér
*BÖRN VERÐA AÐ KOMA Í FYLGD FULLORÐINNA
Fullt verð: ISK 17.800 kr.
Okkar verð: ISK 12.460 kr.
VILTU EITTHVAÐ SÉRSNIÐIÐ? Starfsmannahópar, skólahópar, stórir hópar, smáir hópar, stórfjölskyldan, einkaferð eða
Starfsmannahópar, skólahópar, stórir hópar, smáir hópar, stórfjölskyldan, einkaferð eða hvernig hópur sem er og hvaða þörf sem er þá getum við mögulega aðstoðað. Sendu okkur endilega línu með ykkar óskum. Hafðu samband
Gönguskór
Mundu eftir GÖNGUSKÓNUM! Mundu eftir gönguskónum! Íslensk jörð er oft blaut og mjúk. Við göngum eftir kindastígum í landslaginu og mjóum göngustígum, stundum rennur smá lækur yfir gönguleiðina okkar og eftir rigningar og um vetur er leiðin oft blaut og hál. Gönguskór hjálpa til við að halda fótum þurrum og á stígunum.