#zippose22

Besta zipline pósan 2022

Taktu mynd af bestu pósunni í zipline ferð í Vík. Deildu myndinni á Instagram með myllumerkinu #zippose22

Fleiri myndir – meiri séns á vinningi!

Vinningshafi er dregin út 5. ágúst og fær að launum sannkallaðan ævintýradag í Vík; Zipline ferð fyrir alla fjölskylduna,* svifvængjaflug með True Adventure fyrir þá sem þora og pizzahlaðborð á Black Crust Pizzeria.

LEIK LOKIÐ

Við óskum vinningshafa innilega til hamingju!

#zippose22

REGLUR OG SKILMÁLAR

Leikurinn stendur yfir frá 15.apríl til 5. ágúst 2022. 

Til að taka þátt í leiknum þarf þátttakandi að taka mynd á zipplínunum okkar  á leiktímabilinu og deila á Instagram með myllumerkinu #zippose22

Myndin má vera tekin hvar sem er í ferðinni, á zipplínu eða ekki. Hverjum þátttakanda er heimilt að taka þátt eins oft og hugur girnist en ekki er heimilt að senda inn sömu myndina oftar en einu sinni.

Fylgja þarf @ziplineiceland, @ta_iceland og @blackcrustpizzeria á instagram og merkja í færsluna þegar myndinni er birt. 

Þátttakendum ber að gæta þess að myndin sé við hæfi. Allar myndir sem ekki þykja við hæfi verða útilokaðar frá útdrætti vinninga.

Ef vinningshafi er undir 16 ára aldri ber forsjáraðila að taka við vinningnum fyrir hans/hennar hönd.

Þátttakendum er skylt að kynna sér leikreglur og skilmála leiksins áður en þeir taka þátt.

Vinningshafi verða valinn 5. ágúst 2022. Í vinning er:

Vinningshafa verður tilkynnt um vinninginn sama dag og dregið er á Facebook og Instagram síðu Zipline Iceland. Auk þess verða send skilaboð á mynd vinningshafa.

Vinningshafi skal vitja vinningsins innan þriggja vikna frá því að tilkynning berst vinningshafa um vinning. Verði vinnings ekki vitjað innan þess tímaramma verður honum ráðstafað til góðgerðamála. Vinninginn er hægt að nálgast í tölvupósti hjá zipline@zipline.is

Nöfn og netföng þátttakenda verða hvorki seld til þriðja aðila né notuð í markaðslegum tilgangi. Framkvæmd leiksins er í höndum Zipline Iceland. Starfsmönnum þeirra er óheimilt að taka þátt í leiknum.

*Fjölskylda eru foreldrar og börn þeirra sem búa á sama lögheimili.

Vinningarnir

Vinningarnir í sumarleiknum okkar eru alls ekki af verri endanum en auk okkar frábæru zipline ferðar fyrir alla fjölskylduna er út að borða Black Crust Pizzeria ásamt tandem svifvængjaflug fyir þá sem þora með True Adventure.

Pizzahlaðborð

Nýjasta viðbótin í veitingaflóru Víkur er þessi dásemdar veitingastaður. Gæða pizzur, svartar í stíl við svörtu sanda svæðisins. Súrdeigs eða glútein fríir botnar með ljúffengum ostum, sósu og öðru dásamlegu gúmmelaði.

Tandem svifvængjaflug

Að svífa um á milli skýjahnoðra, hátt yfir svörtum fjörum Mýrdalsins er einstök upplifun. Flogið er í traustum faðmi flugmanna True Adventure.

Okkar ævintýri

Zipplínurnar okkar í Vík þarf vart að kynna. Frábært ævintýri fyrir alla fjölskylduna, vinahópinn, pörin einstaklinginn eða sóló ferðalanginn.

Spurningar?

Er eitthvað óljóst? Okkur þykir mjög gaman að heyra í ykkur. Endilega sendiið okkur línu á zipline@zipline.is ef eitthvað varðandi leikinn, fyrirkomulag hans eða vinninga er óljóst, við reynum að svara ykkur öllum um hæl.